29.11.2010 | 05:09
28. nóvember
Fór í Ikea í dag, og keypti í aðventukrans sem ég bjó til.
Ameríka er að detta í jólagírinn þar sem að Thanksgiving er búið, fólk er farið að skreyta húsin sín og ég er farin að heyra jólalög. Ég er að fara með fjölskyldunni næsta laugardag að kaupa jólatré, frekar fyndið að fá fyrsta alvöru jólatréð hjá fólki sem eru gyðingar og halda ekki jól hehe.
En þar sem að ég kveikti ekki á aðventukransinum mínum fyrr en eftir að strákarnir voru farnir að sofa þá náði ég ekki að segja þeim frá því. En næsta sunnudag ætla ég að taka hann upp og segja þeim frá þessari íslensku hefð og kveikja á kerti nr. 2 með þeim.
Í næstu viku byrjar Hanukkah, jólahátið gyðinga. Hún er í 8 daga og það er mismunandi hvenær hún er frá ári til árs. Núna byrjar hún á miðvikudaginn og á fimmtudaginn ætlar fjölskyldan til NYC í matarboð hjá pabba Adams, ég má fara með í matinn eða fara með þeim og nýta tímann í að skoða borgina eða bara vera heima.Er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég geri en tel ólíklegt að ég verði heima.
Strákarnir fá gjafir á hverjum degi í 8 daga frá foreldrum sínum, en ég ákvað að kaupa jólagjafir fyrir þá til að sýna þeim hvernig jólin eru hjá mér.
Annars var Thanksgiving vikunni að ljúka, frekar skrítin vika vinnulega séð. Fjölskylda Carolyn var í heimsókn og vorum við 10 í húsinu og mér fannst frekar gott þegar það fækkaði aftur og fá ró aftur í húsið.
Ég fór með öllum út að borða á japanskan stað hér í Glastonbury á miðvikudaginn, maturinn var mjög góður. Ég fékk steik og kjúkling og kokkurinn eldaði þetta beint fyrir framan okkur. Sama dag var skrifað undir einhvern svaka samning í vinnunni hjá Adam þannig að við skáluðum í kampavíni á veitingastaðnum.


Á fimmtudaginn, Thanksgiving daginn var ég að vinna um morguninn. Við horfðum á Macys Thanksgiving Parade sem var í 3 tíma en við horfðum bara á helminginn og fórum svo út að leika. Eftir hádegi ákvað ég að leggja mig aðeins þar sem að ég vissi að ég myndi ekki sofa lengi um nóttina. Klukkan 6 byrjuðum við að borða kalkún, sætar kartöflur, fyllingu, sósu og skrítið grænmeti. Við fullorðna fólkið borðuðum svo eplaköku, graskersköku og ís við arininn þegar krakkarnir vorum sofnaðir.
Nokkrum klukktímum seinna eða klukkan rúmlega 4 vaknaði ég og klæddi mig og var kominn í mollið klukkan 5 :D Eyddi 350-400 dollurum (tæplega 40.000) en tæpir 200 dollarar fóru í nýju North Face úlpuna mína Grænland sem ég fæ reyndar ekki fyrr en á miðvikudaginn því þá byrjar útsalan sem ég keypti úlpuna á. Það var hægt að gera mjög góð kaup, flestar búðirnar voru með góða afslætti aðrar sem fólk verslar hvort eð er við eins og Abercrombie and Fitch, Victorias Secret og Apple voru ekki með afslætti eða mjög lélega afslætti. En td. fór ég í Disney búðina og þar var búið að lækka verðið á fullt af vörum og til 10 var hægt að fá 20% afslátt af lækkaða verðinu, ég keypti náttföt sem vanalega kosta 16.50 en voru lækkaðir niður í 10 dollara og ég fékk 20% afslátt og borgaði 8 dollara. Algjör snilld, náði að kaupa nokkrar jólagjafir til að senda til Íslands og að sjálfsögðu nokkra hluti fyrir mig haha.
Í gær laugardag var ég að vinna í 8 tíma og mér leið í allan gærdag eins og það væri mánudagur, eftir að ég var búin að vinna skreið ég uppí rúm með ís og stytti buxurnar sem ég keypti mér á föstudaginn yfir Home Alone 2. Mjög fjörugt laugardagskvöld hjá mér. Ég ákvað að taka tímann á meðan ég var að horfa á Home Alone, myndin var sýnd í 9 mínútur og svo komu auglýsingar í 5 mínútur myndin í 9 mínútur og auglýsingar í 5 mínútur, svona var þetta alla myndina ég veit ekki einu sinni hvernig ég hafði þolinmæði í að klára myndina.
Í dag fórum við stelpurnar til New Haven(borgin sem Yale er í ) ca. 45 mínútur frá Glastonbury og við skelltum okkur í Ikea. Skemmtum okkur frekar vel og eyddum nokkrum dollurum líka og fengum okkur svo hádegismat þar. Eftir Ikea nenntum við ekki heim strax en vissum ekki hvað við vildum gera, stelpurnar voru að tala um að fara í moll í New Haven en enginn ætlaði að kaupa neitt þannig að ég stakk uppá að við færum á ströndina. Sem við gerðum og eftir dágóðan tíma í að finna strönd sem var ekki bakgarðurinn hjá fólki fundum við flotta strönd og náðum að vera þar aðeins áður en sólin settist. Því að hún sest frekar snemma, það er komið myrkur klukkan 5.
Annars er það komið á hreint að ég er að fara á Usher tónleikana sem ég keypti miða á :D Tónleikarnir eru eftir 20 daga og svo er það New York City 31. des eftir 33 daga og hitti Huldu þá :D Get ekki beðið eftir hvoru tveggja. Við ætlum að vera í Central Park á miðnætti og fara svo á skemmtistað eftir það, er búin að kaupa miða á skemmtistað sem að ég held að sé á Times Square. Borgaði 40 dollara fyrir miðan og það eru fríir drykkir til 4.
Hvíta edikið virkaði ekki svo vel, held að lærin á mér hafi verið aðeins minna blá en þau voru samt blá. Ef þú ert með einhverja lausn endilega láttu mig vita!!!!
Ásrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2010 | 03:10
23. nóvember
Það er ekkert sem fær mig til að stoppa í búðunum og spara pening.
Fór í Westfarms á sunnudaginn og keypti flottustu skó sem ég hef nokkurn tímann keypt mér og mér er alveg sama þó að ég noti þá aldrei þá verða þeir bara punt uppá hillu.
Borgaði 2.500 kr fyrir þá í Forever 21
Keypti mér úr sem var á 80% afslætti í JC Penny borgaði 900 kr. fyrir það
Pantaði þessa úlpu í Macys og er að bíða eftir símtali um að hún sé komin, fæ hana á 25% afslætti en er að vona að hún komi fyrir föstudag og að ég geti fengið meiri afslátt þá. Með 25% afslætti og skattinum (helvítis skatturinn sem reiknast alltaf eftirá) kostar hún 200 dollara tæplega 23.000 kr.
Fór í Buckland hills mollið á fimmtudaginn og keypti mér hettupeysu og 2 boli í Hollister. Villtist svo á leiðinni heim, tók vitlausa beygju á highwayinum og fór yfir á annan highway þannig að ég fór strax útaf honum og var ekki með gps tækið því að Adam var með það í Californiu. Endaði á rúntinum í East Hartford sem er bærinn við hliðiná Glastonbury en ég hef aldrei farið þangað endaði á að ég dró upp kortabók og fann útúr því hvar ég væri og hvert ég gæti farið til að komast heim. Komst heim að lokum reyndar 5 mínútum seint fyrir vinnuna en það var allt í lagi.
Á föstudaginn fékk ég sms frá stelpunum að þær ætluðu á Harry Potter klukkan 9:45 og ég sagði að ég myndi koma, en svo fattaði ég þyrfti að skila bílnum fyrir 12 :S En Stephanie (þýsk stelpa) sem býr langt frá mér kom og sótti mig. Þegar við vorum í bílnum á leiðinni hringdi Antia(spænsk stelpa) og sagði okkur að það væri uppselt klukkan 9:45 en laust klukkan 10:30 en svo þegar við komum þá var uppselt á 10:30. Enduðum á að sjá myndina klukkan 11:30 og ég var komin heim klukkan hálf 3. Ég var sem betur fer í fríi á laugardaginn en Stephanie þurfti að vakna klukkan 6 til að fara til NYC og Antia klukkan 7 til að vinna en ég svaf til 11 :D
Myndin var góð, held samt að mesta spennan komi í seinni partinum sem kemur í bíó í júlí.
Annars er búið að vera frekar mikið um að vera hér, við erum 10 í húsinu núna. Er búin að ákveða eftir kvöldið í kvöld að eignast ekki fleiri en 2 börn. Þurfti að gefa 4 krökkum kvöldmat og koma þeim í rúmið. Hefði sennilega verið minna mál ef frænka þeirra og frændi væru jafnvel uppalin og Benjamin og Joshua en þau eru eldri og erfiðari.
Er að fara út að borða á japanskan stað með allri fjölskyldunni á morgun eftir vinnu, stuttur vinnudagur á morgun 2- 5 og við förum út að borða klukkan hálf 6.
Er komin með lausn við gallabuxna vandamálinu en á eftir að sjá hvort að það virki, þvo þær með hvítu ediki. Ætla að prófa það á morgun :D
Læt ykkur vita fljótlega hvernig Thanksgiving var og Black Friday :D
Ásrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2010 | 04:02
16. Nóvember
Til hamingju með afmælið elsku Betty!!!
Er þvílíkt spennt, Hulda er að koma til New York yfir áramótin :D Ég verð í New York frá 31 des - 2 janúar, hef 3 daga með Huldu og eftir það fer hún til North Carolina og verður þar í til 6 janúar.
Ég fékk 100% svar áðan frá Carolyn um að Birta megi koma frá 19- 27 febrúar. Þá viku verða þau á Aruba þannig að ég verð í fríi þá og Birta með mér. Planið núna er 2 dagar í NYC og 1 dagur í Boston og restina finnum við út seinna.
Er samt ennþá að bíða eftir svari með 18 des, á miða á Usher tónleikana þá. Vona að ég fái svar fjótlega, er samt nýbúin að spurja þau útí það og þau sögðust ætla að athuga það held að það hafi gleymst útaf því að það er svo mikið að gera núna.
Mamma Carolyn kemur á fimmtudaginn frá Colorado, mágur hennar kemur á föstudagskvöld frá San Francisco. Adam kemur heim á laugardagsmorguninn úr vinnuferð sem hann fór í á sunnudaginn til San Diego og San Francisco. Á laugardagskvöldið kemur systir Carolyn með börnin sín 2 og þá eru allir komnir sem verða hér yfir Thanksgiving sem er eftir rúma viku.
Tíminn líður svo hratt, vika í Thanksgiving og þá er mánuður í jólin. Í byrjun desember er Hanukkha þá fara þau á fimmudagskvöldi til NYC, veit ekki hvort að ég fari í mat hjá pabba Adams eða fái kannski að taka vinkonu með mér til að eyða nokkrum klukkutímum í NYC með mér.
Fór til Yale aftur síðasta laugardag með nokkrum stelpum á mánaðarlega hittining hjá öðrum samtökum, við fórum í guided tour um Yale. Stelpa sem er í Yale var að segja okkur frá skólanum og útskýra hvernig hann virkar. Eftir tourinn gátum við farið á fótboltaleik en við ákváðum að endurtaka það ekki. Mjög skemmtilegt að fara í þennan tour og fá að vita hvernig skólinn er.
Er í fríi næstu helgi og planið er Harry Potter á laugardaginn með stelpunum, afmæli hjá þýskri stelpu sem býr í bænum mínum og heitir Madeleine á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn er mánaðarlegi hittingurinn hjá samtökunum mínum, ætlum á kaffihús og svo Harry Potter en við ætlum á laugardaginn þannig að það er bara kaffihúsið fyrir okkur.
Fór í dag og tékkaði á Victorias Secret í Glastonbury. Fyrsta skiptið sem ég fer í VS síðan ég kom og að sjálfsögðu þó ég sé að spara varð ég að kaupa eitthvað. Keypti 2 glossa fyrir 12 dollara.

Fór síðan á bókasafnið og fékk bókasafnskort og leigði fyrstu bókina og það er bara sett pressa á mann 3 vikur sem ég hef til að lesa Gossip Girl bók nr. 3.


Annars bara allt gott að frétta af mér, er orðin manneskja sem að ég hélt að ég gæti aldrei orðið. Bý um rúmið mitt á hverjum morgni og brýt saman fötin mín og geng frá þeim á hverju kvöldi. Fer í ræktina næstum því á hverjum degi, stundum annan hvern dag. Hlaupabrettið og kickbox er vinsælast.
9 dagar í Black Friday, SPARA SPARA. Er búin að gera lista yfir það sem mig langar að kaupa. Ætla að fara í einhverjar búðir á fimmtudaginn og forskoða og máta. Ætla að fara og tékka á úlpu og snjóbuxum sem ég fann á netinu.
Öll ráð varðandi gallabuxur sem lita eru mjög vel þegin. Er orðin frekar þreytt á bláum lærum, bláum höndum og blárri klósettsetu. Er búin að þvo þær 3 eða 4 sinnum og á köldu og heitu, réttunni og röngunni og þvo þær sér. Ekkert virkar.
Ásrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2010 | 01:49
4 vikur :D
Það er búið að vera frekar rólegt hjá mér uppá síðkastið, er aðallega bara búin að vera að vinna, versla og hlaupa.
Talandi um að hlaupa þá fannst mér vera komið gott af því að hlaupa í Ecco sandölunum mínum. Þannig að ég fór í dag í Design Shoe Warehouse og keypti mér hlaupaskó. Hlakka til að prófa þá á morgun.
Ég keypti Adidas skó og borgaði 4.600 kr fyrir þá.
Fór líka í Target og keypti mér hárlit :S Komnar 5 vikur síðan að Jóhanna litaði mig en hárið á mér er búið að vaxa mjög hægt þannig að ég er ekki alveg að deyja útaf rótinni en það fer að koma að því.
Hélt að ég myndi aldrei setja pakkalit í hárið mitt, en ég vil frekar gera það heldur en að fara í litun hér og verða gjaldþrota við að fara til gellu sem er varla lærð.Lilja fór í klippingu hér og borgaði 140 dollara (tæpan 16000 kall) fyrir lit í rót og lét særa hárið og hún fékk afslátt. Svo er fólk á Íslandi að kvarta yfir verðinu.
Síðustu helgi var Halloween og það er ekki auðvelt að reyna að minnka nammiát þessa vikuna, það komu ekki svo margir að sníkja nammi þannig að það er frekar mikill afgangur :S En ég er að standa mig í ræktinni í kjallaranum :D
Ég var að passa á laugardagskvöldinu þegar allir fóru á Halloween djammið, ég var frekar fúl þegar þau komu heim eftir 2 tíma og sögðu að partýið hefði verið leiðinlegt. Stelpurnar skelltu sér í búninga og fóru á djammið í New Haven sem er bærinn sem Yale er í. Á sunnudeginum fór ég með strákunum að sníkja nammi, trick or treat. Benjamin var riddari (knight) og Joshua var lestarstjóri og hann sagði að hann væri train conductor og pilot (flugmaður) en hann var í lestarstjóra búning.


Fór í bíó í síðustu viku á myndina Life as we know it. Fannst hún rosa góð og ég held að hún komi í bíó á Íslandi í febrúar þannig að þið þurfið að bíða frekar lengi. Er að fara í bíó aftur á morgun með öllum stelpunum en við fórum bara 2 í síðustu viku. Við ætlum að fara á Due date á morgu .
Ég ætla ekki að gera sömu mistök á morgun og ég gerði í síðustu viku, lét gelluna í sjoppunni í bíóinu plata mig í að kaupa tilboð með stóru gosi og poppi. Ég drakk gosið og pældi ekkert í því að það er ekkert hlé þannig að ég átti erfitt með að standa upp ég þurfti svo mikið að pissa þegar myndin var búin. Ég ætla ekki að kaupa neitt að drekka á morgun.
Ég var hrikalega ánægð með mig í dag því að ég komst í mollið án þess að nota gps tækið, þurfti samt aðeins að nota það á leiðinni heim útaf því að ég hef aldrei keyrt þessa leið áður heim og ég þurfti að vita hvaða exit ég átti að taka af einum highway yfir á annan.
Er að passa núna á fimmtudagskvöldi, var að klára pizzu og var að naglalakka mig yfir Greys Anatomy þetta er ekkert sérstakur þáttur en eftir honum er Private practice og auglýsingin leit vel út. Annars er ég hrikalega ánægð með að kosningarnar séu búnar hér án djóks er komin með nóg af kosninga auglýsingum og lyfja auglýsingum og því miður eru þær ekki að fara að hætta. Önnur hver auglýsing er fyrir eitthvað lyf og þeir lesa upp allt sem lyfið gerir og allar aukaverkanir svo kemur í endann spurðu lækninn þinn um þetta lyf.
3 vikur í Thanksgiving og þá er ég lítið að vinna útaf því að fjölskylda Carolyn er að koma. Systir hennar með manninn sinn og börn og mamma hennar. Ég verð í fríi daginn eftir Thanksgiving sem er Black Friday þá byrja útsölurnar og fólk stendur í röðum hálfa nóttina fyrir utan búðirnar. Þannig að ég ætla að byrja að spara til að kaupa mér eitthvað þá, er ekki búin að ákveða að ég ætla að kaupa en er með margt í huganum, mig langar í úlpu, snjóbuxur, gönguskó, skó, ipod og myndavél.
Ásrún
ps. var að fatta að ég er búin að vera hér akkúrat í 4 vikur í dag, ekkert smá sem tíminn er búin að líða hratt