Færsluflokkur: Bloggar

Toronto

Erfiðasti dagurinn hingað til. Úff, eru leikskólar í bandaríkjunum í gríninu eða? Við þurfum að útbúa snack, sem er bara lítil milli máltíð og hádegismat en það er enginn sem fylgist með börnunum borða. Þau geta þess vegna sleppt því að borða eða eins og strákarnir gerðu í dag, slepptu kjúklingnum og borðuðu bara það sem þeim langaði að borða sem var epli og pretzels (veit ekki íslenska orðið). Síðan komu þeir heim og voru massívt pirraðir og allt var ómögulegt útaf því að þeir voru svo svangir og þeir eru 3 og 5 ára og fatta ekki að allt sé ómögulegt útaf því að þeir eru svangir. En ég náði að koma þeim út úr húsinu og fórum í garð sem er rétt hjá og þar gátu þeir hlupið um, saddir eftir að ég gaf þeim að borða.

Annars voða lítið að frétta, þurfti bara aðeins að deila upplýsingum um þessa heimsku leikskóla.

Er að fara til Toronto á morgun, er spennt og ekki spennt. Þurfum að keyra í 9 tíma, ég þarf að keyra einhverja parta sem ég held að verði fínt mér finnst tíminn alltaf líða hraðar ef ég er að keyra. Fæ að keyra á vegi þar sem hámarkshraðinn er 120 sem er fínt út af því að ég fylgi umferðareglum og keyri alltaf á löglegum hraða og er orðin gellan sem ég þoldi ekki á Íslandi hehe. En ef löggan stoppar mig þá þarf ég að borga sektina (og ég tími því ekki ) og tryggingarnar hækka sem að þau borga og eru dýrar fyrir. En þegar ég er ekki að keyra ætla ég að nota tímann til að prjóna :D

En í Toronto er ég að vinna á föstudagskvöldið frá 7 og á sunnudaginn frá 3- ??Þess á milli verð ég ábyggilega bara með þeim, þau eru búin að finna einhverja staði til að skoða aðalega sem er spennandi fyrir aldurinn 3-5 ára, en eitthvað annað líka. Ætlum í einhvern turn sem heitir CN tower, hann á að vera eitthvað hár. En ég hef farið í Burj Khalifa hæsta hús í heimi. Cn tower er 550 metrar og Burj Khalifa 830 metrar. En það er eina sem ég veit að ég er að fara að gera annað kemur bara í ljós.

cntower_night_2007_email_version.jpg 

CN Tower 

presskit_photo_cn_03_thumb.jpg 

gólfið á útsýnishæðinni ( Hulda gætiru farið þangað?)

 Jæja ætla að fara að pakka og skríða svo uppí rúm eftir langan dag. Blogga næst eftir helgi ;)

 Ásrún 


:D

Núna á ég vini í Bandaríkjunum og er búin að vera á fullu um helgina. Fór á föstudaginn í mall sem heitir Buckland Hills mall og fór á Subway með 5 öðrum au pairum, 2 voru frá mínum samtökum og 3 frá öðrum. Síðan fórum við í bíó á myndina Easy A, mér fannst hún skemmtileg en mig langar svo mikið að sjá myndina með Katherine Heigl Life as we know it og allar nema ein af hinum stelpunum eru búnar að sjá hana þannig að ég ætla að reyna að plata sænsku stelpuna sem er líka í Glastonbury með mér í bíó fljótlega. Eftir myndina fórum við á stað sem heitir Friendly’s og fengum okkur ís :D

Þó svo að mér finnist fólkið sem ég er hjá mjög fínt og þau eru ótrúlega almennileg þá var svo gott að komast útúr húsinu og hitta annað fólk. Enda gerði ég mikið af því um helgina. Í gær, laugardag vaknaði ég snemma því að 3 stelpur voru að koma og sækja mig, þjóðverji, spænsk stelpa og sænsk stelpa allt stelpur sem ég hitti kvöldið áður. Eftir að þær sóttu mig lá leið okkar til New Haven sem er ca. 45 mín akstur frá bænum mínum, í New Haven fórum við á amerískan fótbolta leik í Yale University. Yale Bulldogs voru að keppa við lið frá Fordham University sem er held ég í Bronx, New York. Við fórum með samtökunum Au Pair Care sem eru samtökin mín og þetta var ekki bara mitt svæði þetta voru mörg svæði sem hittust þarna. En vanalega er mánaðarlegur hittingur sem er bara mitt svæði en í þessum mánuði sameinuðu þau nokkur svæði.

Fótboltaleikurinn var DREP leiðinlegur, í fyrstu byrjaði ég að horfa og það var ein sem var að útskýra leikinn fyrir okkur en eftir smástund gafst ég upp á að reyna að skilja þetta. Það gerðist varla neitt og leikmennirnir voru inn á í 2 mínútur og hlupu svo aftur útaf, ég efast stórlega um að þeir hafi verið sveittir. Það var samt gaman að sjá þetta en ég held að þetta hafi verið minn fyrsti og síðasti amerískur fótboltaleikur.

Laugardagskvöldið fór í að tala við Ísland, brjálað að gera. Byrjaði á að tala við mömmu á skype skellti á hana til að tala við ömmu og afa, talaði svo við Huldu svo aftur við mömmu og síðan við Jóhönnu og við Jóhanna og reyndar Kjartan líka áttum gott laugardagskvöld saman haha í 2 tíma :D

Í dag, sunnudag skellti ég mér í Westfarmsmall sem er í West Hartford. Það er víst aðeins fínna en hitt mollið Buckland Hills mall en þau eru bæði í ca. 20 mín fjarlægð frá mér. En ég hitti Lilju sem er hin íslenska stelpan á þessu svæði og við versluðum frekar mikið en vorum samt ótrúlega duglegar í að halda aftur að okkur og kaupa bara það sem við þurftum vorum ekkert að bruðla það mikið. En ég held að ég ætla ekkert að reikna saman hvað ég verslaði fyrir mikið :S

Ég fór í allar uppáhaldsbúðirnar mínar, keypti kósý buxur og bol í Abercrombie and Fitch, gallabuxur í American Eagle Outfitters, 2 langerma náttboli (útaf því að það er frekar kalt í kjallaranum mínum á nóttinni og morgnana) í Pink(Victoria’s Secret).Veski og Íþróttatopp (útaf því að ég er svo sjúklega dugleg á hlaupabrettinu) í Forever 21 og svarta gollu í H&M.

Næsta vika verður skemmtileg því að ég er að fara til Toronto Kanada á fimmtudaginn.Við ætlum að leggja af stað héðan um 1 pm (rúmlega hádegi) og þetta er 9 tíma akstur og við 3 skiptumst á að keyra og strákarnir koma til með að leggja sig í bílnum og svo er líka dvd í bílnum (thank god). Við verðum í íbúð sem vinur Adams á og ég er að passa á föstudags og sunnudagskvöldið og þess á milli bara vera túristi í Toronto. Við keyrum síðan heim á mánudeginum og það verður allur dagurinn tekinn í ferðalag, við ætlum að stoppa hjá Niagra falls sem eru á landamærum USA og Kanada. Hugsanlega skellum við okkur í bátsferð og verðum rennandi blaut en það verður þá bara ég og Carolyn en það kemur í ljós þá.

Er kannski að fara með stelpunum í helgarferð til NYC í nóvember en það er ekki endanlega búið að ákveða helgi og vonandi verður ekki helgi fyrir valinu þar sem ég er að vinna en það kemur í ljós. New York City er heldur ekki að fara neitt og ég verð hérna í 1 ár.

Svo er Usher með tónleika í Hartford 18 desember sem mig langar geðveikt á en það gæti verið að ég sé að passa þá en þau ætluðu að athuga með partýið sem þau eru að fara í það gæti verið að það verði ekki þessa helgi og það getur verið að strákarnir eigi að koma með í partýið þannig að ég VONA að ég sé ekki að vinna og komist á tónleikana.

 

Ásrún 


1 bloggið

Jæja alveg komin tími á eitt blogg. Ég er búin að vera í Glastonbury í 6 daga, ég kann mjög vel við mig hér og fólkið sem ég er hjá er mjög almennilegt. Ég byrjaði ferðina í New Jersey á námskeiði þar með 81 öðrum stelpum og við vorum frá 26 löndum. Námskeiðið var frá þriðjudegi til fimmtudags og mér fannst það pínu tilgangslaust þetta var allt common sense en gott samt að rifja skyndihjálpina upp. Ég fór á þriðjudeginum með flest öllum stelpum í guided tour um Manhattan sem var mjög fínt, gæi sem vissi allt. Hann sagði okkur hvar Jay-Z og Beyonce búa þannig að ég veit hvaða hús ég ætla að sitja um :D Á miðvikudeginum vann hópurinn minn, bleiki hópurinn (að sjálfsögðu, ég valdi hann ekki einu sinni) ferð inní borgina. Við fórum með shuttle sem skutlaði okkur rétt hjá Times Square og sótti okkur aftur þangað 4 tímum seinna. Við vorum 21 stelpur en ég var með 3 öðrum stelpum á röltinu um Times Square, einni frá Danmörku, einni frá Frakklandi og einni frá Makedoníu. Á fimmtudeginum sótti Adam mig til New Jersey og við keyrðum í 2 tíma hingað. Fyrstu dagana var ég bara að slappa af og venjast nýju heimili og þeim og leyfa strákunum að venjast mér. Á laugardaginn fórum við að tína epli, það er mjög mikið af eplarækt hér og næstu helgi er Apple harvest festival. Ég veit ekki alveg hvernig hátíð það er en það gæti verið að ég fari á sunnudeginum. Á laugardaginn er ég að fara á football game (amerískan fótboltaleik) í Yale University, ég fæ far með spænskri stelpu sem býr á mínu svæði og við verðum 4 í bílnum og ég hef ekki hitt neina af þeim. Það tekur ca 1 - 1/2 klukkutíma að keyra þangað og við verðum í einhvern tíma þar, getum farið í skoðunarferð um campusinn og ég hlakka frekar mikið til að fara bæði til að sjá skólann og hitta fólk. Ég fór í gær á starbucks kaffihús á hitting hjá öðrum au pairum en ég þurfti að keyra í 45 mín, akstur sem átti reyndar að vera 30 mín en það voru vegaframkvæmdir sem töfðu mig. En ég var að keyra í fyrsta skipti í þessu kolniðamyrkri sem er hérna á kvöldin og það eru mjög fáar götur lýstar upp þannig að eina sem þú sérð er framfyrir þig ef þú ert með ljósin kveikt á bílnum, ef ég leit til hliðar sá ég bara spegilmyndina af mér. Ég var líka að keyra í fyrsta skipti á highway og það gekk bara mjög vel en ég var óvart á vitlausri akrein á leiðinni heim og ég þurfti að taka smá hring í Hartford( höfuðborg Connecticut) en þá bjargaði gps tækið mér gjörsamlega ef ég hefði ekki haft það væri ég sennilega ennþá að koma mér út úr Hartford. Ég hitti Lilju, hina íslensku stelpuna í gær gott að vita af henni nálægt. En fyrsti langi vinnudagurinn var í dag og hann gekk mjög vel, ég vaknaði klukkan hálf 7 og vann frá 7- 8:45 þá var ég að aðstoða með morgunmatinn og útbúa mat fyrir leikskólann. Síðan tók ég á móti Benjamin (eldri stráknum) hann kemur með skólarútunni heim klukkan 11:30 og hann fékk smá snack. Síðan skutlaði ég honum í after school activity, science class í skólanum hans Joshua(yngri strákurinn) hann byrjaði klukkan 12 og ég beið þar eftir Joshua hann var búin klukkan 12:30. Við fórum heim og hann lagði sig í rúman klukkutíma og á meðan var ég í þvottahúsinu og að ganga frá í eldhúsinu. Váá hvað ég væri til í að taka þvottavélina með mér heim eftir árið, þær eru huge en mín þvottavél sem er niðri hjá mér er biluð þannig að ég er búin að hlaupa upp og niður í dag úr kjallaranum og uppá aðra hæð. Sem var ekki þægilegt útaf því að ég er búin að vera með killer harðsperrur eftir líkamsrækt gærdagsins. Ég þarf ekki að fara út úr húsinu til að fara í ræktina vegna þess að það er mini líkamsrækt í kjallaranum, með hlaupabretti og fleiri tækjum. Það er líka sjónvarp niðri sem er tengt við græjur þannig að ég get botnað útvarpið eða einhvern góðan þátt á meðan ég hleyp. En ég stefni á hlaup aftur á morgun. Vinnuplan morgundagsins er frá 8-11 og 6-7 þannig að ég er laus frá 11-6, ætla að nýta tímann í að læra umferðarreglurnar hérna.

Jæja þetta er komið gott í bili, ætla að reyna að blogga aftur á sunnudaginn ;)

Ásrún


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband