18.10.2010 | 01:51
:D
Núna á ég vini í Bandaríkjunum og er búin að vera á fullu um helgina. Fór á föstudaginn í mall sem heitir Buckland Hills mall og fór á Subway með 5 öðrum au pairum, 2 voru frá mínum samtökum og 3 frá öðrum. Síðan fórum við í bíó á myndina Easy A, mér fannst hún skemmtileg en mig langar svo mikið að sjá myndina með Katherine Heigl Life as we know it og allar nema ein af hinum stelpunum eru búnar að sjá hana þannig að ég ætla að reyna að plata sænsku stelpuna sem er líka í Glastonbury með mér í bíó fljótlega. Eftir myndina fórum við á stað sem heitir Friendlys og fengum okkur ís :D
Þó svo að mér finnist fólkið sem ég er hjá mjög fínt og þau eru ótrúlega almennileg þá var svo gott að komast útúr húsinu og hitta annað fólk. Enda gerði ég mikið af því um helgina. Í gær, laugardag vaknaði ég snemma því að 3 stelpur voru að koma og sækja mig, þjóðverji, spænsk stelpa og sænsk stelpa allt stelpur sem ég hitti kvöldið áður. Eftir að þær sóttu mig lá leið okkar til New Haven sem er ca. 45 mín akstur frá bænum mínum, í New Haven fórum við á amerískan fótbolta leik í Yale University. Yale Bulldogs voru að keppa við lið frá Fordham University sem er held ég í Bronx, New York. Við fórum með samtökunum Au Pair Care sem eru samtökin mín og þetta var ekki bara mitt svæði þetta voru mörg svæði sem hittust þarna. En vanalega er mánaðarlegur hittingur sem er bara mitt svæði en í þessum mánuði sameinuðu þau nokkur svæði.
Fótboltaleikurinn var DREP leiðinlegur, í fyrstu byrjaði ég að horfa og það var ein sem var að útskýra leikinn fyrir okkur en eftir smástund gafst ég upp á að reyna að skilja þetta. Það gerðist varla neitt og leikmennirnir voru inn á í 2 mínútur og hlupu svo aftur útaf, ég efast stórlega um að þeir hafi verið sveittir. Það var samt gaman að sjá þetta en ég held að þetta hafi verið minn fyrsti og síðasti amerískur fótboltaleikur.
Laugardagskvöldið fór í að tala við Ísland, brjálað að gera. Byrjaði á að tala við mömmu á skype skellti á hana til að tala við ömmu og afa, talaði svo við Huldu svo aftur við mömmu og síðan við Jóhönnu og við Jóhanna og reyndar Kjartan líka áttum gott laugardagskvöld saman haha í 2 tíma :D
Í dag, sunnudag skellti ég mér í Westfarmsmall sem er í West Hartford. Það er víst aðeins fínna en hitt mollið Buckland Hills mall en þau eru bæði í ca. 20 mín fjarlægð frá mér. En ég hitti Lilju sem er hin íslenska stelpan á þessu svæði og við versluðum frekar mikið en vorum samt ótrúlega duglegar í að halda aftur að okkur og kaupa bara það sem við þurftum vorum ekkert að bruðla það mikið. En ég held að ég ætla ekkert að reikna saman hvað ég verslaði fyrir mikið :S
Ég fór í allar uppáhaldsbúðirnar mínar, keypti kósý buxur og bol í Abercrombie and Fitch, gallabuxur í American Eagle Outfitters, 2 langerma náttboli (útaf því að það er frekar kalt í kjallaranum mínum á nóttinni og morgnana) í Pink(Victorias Secret).Veski og Íþróttatopp (útaf því að ég er svo sjúklega dugleg á hlaupabrettinu) í Forever 21 og svarta gollu í H&M.
Næsta vika verður skemmtileg því að ég er að fara til Toronto Kanada á fimmtudaginn.Við ætlum að leggja af stað héðan um 1 pm (rúmlega hádegi) og þetta er 9 tíma akstur og við 3 skiptumst á að keyra og strákarnir koma til með að leggja sig í bílnum og svo er líka dvd í bílnum (thank god). Við verðum í íbúð sem vinur Adams á og ég er að passa á föstudags og sunnudagskvöldið og þess á milli bara vera túristi í Toronto. Við keyrum síðan heim á mánudeginum og það verður allur dagurinn tekinn í ferðalag, við ætlum að stoppa hjá Niagra falls sem eru á landamærum USA og Kanada. Hugsanlega skellum við okkur í bátsferð og verðum rennandi blaut en það verður þá bara ég og Carolyn en það kemur í ljós þá.
Er kannski að fara með stelpunum í helgarferð til NYC í nóvember en það er ekki endanlega búið að ákveða helgi og vonandi verður ekki helgi fyrir valinu þar sem ég er að vinna en það kemur í ljós. New York City er heldur ekki að fara neitt og ég verð hérna í 1 ár.
Svo er Usher með tónleika í Hartford 18 desember sem mig langar geðveikt á en það gæti verið að ég sé að passa þá en þau ætluðu að athuga með partýið sem þau eru að fara í það gæti verið að það verði ekki þessa helgi og það getur verið að strákarnir eigi að koma með í partýið þannig að ég VONA að ég sé ekki að vinna og komist á tónleikana.
Ásrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)