17.11.2010 | 04:02
16. Nóvember
Til hamingju með afmælið elsku Betty!!!
Er þvílíkt spennt, Hulda er að koma til New York yfir áramótin :D Ég verð í New York frá 31 des - 2 janúar, hef 3 daga með Huldu og eftir það fer hún til North Carolina og verður þar í til 6 janúar.
Ég fékk 100% svar áðan frá Carolyn um að Birta megi koma frá 19- 27 febrúar. Þá viku verða þau á Aruba þannig að ég verð í fríi þá og Birta með mér. Planið núna er 2 dagar í NYC og 1 dagur í Boston og restina finnum við út seinna.
Er samt ennþá að bíða eftir svari með 18 des, á miða á Usher tónleikana þá. Vona að ég fái svar fjótlega, er samt nýbúin að spurja þau útí það og þau sögðust ætla að athuga það held að það hafi gleymst útaf því að það er svo mikið að gera núna.
Mamma Carolyn kemur á fimmtudaginn frá Colorado, mágur hennar kemur á föstudagskvöld frá San Francisco. Adam kemur heim á laugardagsmorguninn úr vinnuferð sem hann fór í á sunnudaginn til San Diego og San Francisco. Á laugardagskvöldið kemur systir Carolyn með börnin sín 2 og þá eru allir komnir sem verða hér yfir Thanksgiving sem er eftir rúma viku.
Tíminn líður svo hratt, vika í Thanksgiving og þá er mánuður í jólin. Í byrjun desember er Hanukkha þá fara þau á fimmudagskvöldi til NYC, veit ekki hvort að ég fari í mat hjá pabba Adams eða fái kannski að taka vinkonu með mér til að eyða nokkrum klukkutímum í NYC með mér.
Fór til Yale aftur síðasta laugardag með nokkrum stelpum á mánaðarlega hittining hjá öðrum samtökum, við fórum í guided tour um Yale. Stelpa sem er í Yale var að segja okkur frá skólanum og útskýra hvernig hann virkar. Eftir tourinn gátum við farið á fótboltaleik en við ákváðum að endurtaka það ekki. Mjög skemmtilegt að fara í þennan tour og fá að vita hvernig skólinn er.
Er í fríi næstu helgi og planið er Harry Potter á laugardaginn með stelpunum, afmæli hjá þýskri stelpu sem býr í bænum mínum og heitir Madeleine á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn er mánaðarlegi hittingurinn hjá samtökunum mínum, ætlum á kaffihús og svo Harry Potter en við ætlum á laugardaginn þannig að það er bara kaffihúsið fyrir okkur.
Fór í dag og tékkaði á Victorias Secret í Glastonbury. Fyrsta skiptið sem ég fer í VS síðan ég kom og að sjálfsögðu þó ég sé að spara varð ég að kaupa eitthvað. Keypti 2 glossa fyrir 12 dollara.

Fór síðan á bókasafnið og fékk bókasafnskort og leigði fyrstu bókina og það er bara sett pressa á mann 3 vikur sem ég hef til að lesa Gossip Girl bók nr. 3.


Annars bara allt gott að frétta af mér, er orðin manneskja sem að ég hélt að ég gæti aldrei orðið. Bý um rúmið mitt á hverjum morgni og brýt saman fötin mín og geng frá þeim á hverju kvöldi. Fer í ræktina næstum því á hverjum degi, stundum annan hvern dag. Hlaupabrettið og kickbox er vinsælast.
9 dagar í Black Friday, SPARA SPARA. Er búin að gera lista yfir það sem mig langar að kaupa. Ætla að fara í einhverjar búðir á fimmtudaginn og forskoða og máta. Ætla að fara og tékka á úlpu og snjóbuxum sem ég fann á netinu.
Öll ráð varðandi gallabuxur sem lita eru mjög vel þegin. Er orðin frekar þreytt á bláum lærum, bláum höndum og blárri klósettsetu. Er búin að þvo þær 3 eða 4 sinnum og á köldu og heitu, réttunni og röngunni og þvo þær sér. Ekkert virkar.
Ásrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)