24.11.2010 | 03:10
23. nóvember
Það er ekkert sem fær mig til að stoppa í búðunum og spara pening.
Fór í Westfarms á sunnudaginn og keypti flottustu skó sem ég hef nokkurn tímann keypt mér og mér er alveg sama þó að ég noti þá aldrei þá verða þeir bara punt uppá hillu.
Borgaði 2.500 kr fyrir þá í Forever 21
Keypti mér úr sem var á 80% afslætti í JC Penny borgaði 900 kr. fyrir það
Pantaði þessa úlpu í Macys og er að bíða eftir símtali um að hún sé komin, fæ hana á 25% afslætti en er að vona að hún komi fyrir föstudag og að ég geti fengið meiri afslátt þá. Með 25% afslætti og skattinum (helvítis skatturinn sem reiknast alltaf eftirá) kostar hún 200 dollara tæplega 23.000 kr.
Fór í Buckland hills mollið á fimmtudaginn og keypti mér hettupeysu og 2 boli í Hollister. Villtist svo á leiðinni heim, tók vitlausa beygju á highwayinum og fór yfir á annan highway þannig að ég fór strax útaf honum og var ekki með gps tækið því að Adam var með það í Californiu. Endaði á rúntinum í East Hartford sem er bærinn við hliðiná Glastonbury en ég hef aldrei farið þangað endaði á að ég dró upp kortabók og fann útúr því hvar ég væri og hvert ég gæti farið til að komast heim. Komst heim að lokum reyndar 5 mínútum seint fyrir vinnuna en það var allt í lagi.
Á föstudaginn fékk ég sms frá stelpunum að þær ætluðu á Harry Potter klukkan 9:45 og ég sagði að ég myndi koma, en svo fattaði ég þyrfti að skila bílnum fyrir 12 :S En Stephanie (þýsk stelpa) sem býr langt frá mér kom og sótti mig. Þegar við vorum í bílnum á leiðinni hringdi Antia(spænsk stelpa) og sagði okkur að það væri uppselt klukkan 9:45 en laust klukkan 10:30 en svo þegar við komum þá var uppselt á 10:30. Enduðum á að sjá myndina klukkan 11:30 og ég var komin heim klukkan hálf 3. Ég var sem betur fer í fríi á laugardaginn en Stephanie þurfti að vakna klukkan 6 til að fara til NYC og Antia klukkan 7 til að vinna en ég svaf til 11 :D
Myndin var góð, held samt að mesta spennan komi í seinni partinum sem kemur í bíó í júlí.
Annars er búið að vera frekar mikið um að vera hér, við erum 10 í húsinu núna. Er búin að ákveða eftir kvöldið í kvöld að eignast ekki fleiri en 2 börn. Þurfti að gefa 4 krökkum kvöldmat og koma þeim í rúmið. Hefði sennilega verið minna mál ef frænka þeirra og frændi væru jafnvel uppalin og Benjamin og Joshua en þau eru eldri og erfiðari.
Er að fara út að borða á japanskan stað með allri fjölskyldunni á morgun eftir vinnu, stuttur vinnudagur á morgun 2- 5 og við förum út að borða klukkan hálf 6.
Er komin með lausn við gallabuxna vandamálinu en á eftir að sjá hvort að það virki, þvo þær með hvítu ediki. Ætla að prófa það á morgun :D
Læt ykkur vita fljótlega hvernig Thanksgiving var og Black Friday :D
Ásrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)