22. desember

Letin hefur tekið völdin í að blogga, ætlaði að vera búin að blogga fyrir löngu en hugsa alltaf æi geri það á morgun hehe. 


Fór á Usher á laugardaginn það var geðveikt!!!!

img_0060_1049756.jpg

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Var samt frekar þreytt sökum þess að ég svaf mjög lítið nóttina áður og var það útaf mús.


Sagan af músinni byrjaði á sunnudegi þegar ég, Adam og Carolyn heyrðum eitthvað skrítið hljóð en fundum ekki hvaðan það kom. Á föstudeginum eftir vorum við öll í eldhúsinu þegar við heyrðum hljóðin aftur, ég og Carolyn fórum inní stofuna og þá föttuðum við að hljóðið kæmi úr arninum (gas ) sem er í stofunni og hljóðin héldu áfram að koma. Ég og Benjamin náðum í vasaljós og fórum að lýsa inní arininn og í kringum hann. Þá sé ég þessa líka risastóru mús. 

img_0024_1049757.jpg

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um nóttina heyri ég svo í henni í loftinu hjá mér, þá var hún komin á milli gólfsins og loftsins. Ég panickaði og fór að ýminda mér ýmsa klikkaða hluti eins og hún myndi detta ofaná hausinn á mér. En ákvað svo að ef að ég myndi heyra í henni aftur þá myndi ég fara uppí gestaherbergi og sofa þar. Ég heyrði reyndar ekkert meir í henni þá nóttina en var andvaka til hálf 5. 


Heyrði svo aftur í henni síðustu nótt, alltaf þegar hitinn kom á þannig að það er eins gott að hún drepist ekki því þá kemur vond lykt með hitanum og meindýraeyðirinn kemur ekki fyrr en á mánudaginn :S 


En þessi dýr hérna í ameríkunni, sat í dag í stofunni og heyrði annað skrítið hljóð leit útum gluggann þá er bara íkorni að tjilla í gluggasillunni uppá 2 hæð.


Er samt pínu feginn að vera ekki þar sem mamma Carolyn býr. Hún á heima í Aspen og hún var að segja mér að þar eru skógarbirnir svakalegir. Þeir eru svo gáfaðir að þeir kunna að opna hurðir og fara inn ef það er ólæst, finna ískápinn og fá sér að borða. Kunna líka að opna bíla en þeir loka sig oft óvart inní bílum og þá rústa þeir bílnum. 


Svo eru svaka framkvæmdir í gangi fyrir utan húsið einmitt útaf dýrum líka. Það voru risa steinar með ljósum á sitt hvorum megin við innkeyrsluna. En þar voru chipmunks búnir að búa til heimili og annar var að hrynja þannig að það er verið að búa til nýja og þeir ættu ekki að geta flutt þar inn. 

img_0018_1049758.jpg

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars finnst mé frekar skrítið að Þorláksmessa sé á morgun. Bara venjulegur dagur hér, er að vinna frá 8:30-10 og svo aftur frá 15:23. Á föstudaginn er ég í fríi og förum við um hálf 1 til stjúpbróðir Adams hann býr í New York fylki rétt fyrir utan New York City. Konan hans er frá portúgal og er eina í fjölskyldunni sem heldur jól og fara þau alltaf í mat til hennar á aðfangadag. Var reyndar að fatta núna að ég á eftir að kaupa gjöf fyrir það, þau eru með einhvern leik fyrir fullorðna fólkið þar sem allir kaupa gjöf undir $20 og svo dregur maður pakka. En það er einhver hængur á að það er hægt að stela gjöfum af öðrum. 

 

img_0043_1049759.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars er bara 1 pakki fyrir mig undir trénu :S Svolítið öðruvísi en ég er vön.

Pakkinn kom í síðustu viku frá Hilmi, Karen og Emma Gautanum mínum sem by the way sagði Ása í fyrsta skipti í síðustu viku. 

20101217125546_2.jpg

 


 

 Litli töffarinn minn sem er

orðin frekar stór og talar

svolítið mikið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er samt orðin frekar spennt fyrir gamlárs, er búin að kaupa rútumiða klukkan 10 frá Hartford og fer með Antiu(Spáni) og Lilju(Íslandi) og verðum við komnar til NYC um 12:30.

Restin af stelpunum kemur svo um kvöldið þar sem að 2 þurfa að vinna. Hulda ætlar að vera komin til borgarinnar aftur um sama leyti en hún verður í New Jersey áður.


Mig langar að fara og skoða jólatréð í Rockafeller Center og fara á skauta í Central Park á föstudeginum. Á laugardeginum ætla stelpurnar héðan út að frelsisstyttunni en það er uppselt uppá topp þannig að ég ætla ekki að eyða tíma í skítakulda í ferjunni og komast ekki uppá topp. Ætla frekar að skoða Manhattan með Huldu, fer svo sennilega með stelpunum í Rockfeller Center uppá topp um 4 leitið á laugardeginum sem er flottur tími akkúrat þegar sólin er að setjast. 


Á svo rútumiða aftur heim á sunnudeginum klukkan 19:40 og þá þarf ég að kveðja Huldu :(


En annars á Birta María flugmiða til Boston 19. febrúar, hann var keyptur í dag :D


8 dagar í Huldu

58 dagar í BIrtu

117 dagar í mömmu og pabba


Ásrún

 

ps. Adam fékk jólakort og ég tók myndir af því 

 

img_0001.jpg

 

img_0003_1049763.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
img_0004_1049764.jpg

 

Bloggfærslur 23. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband