9. desember

Búið að vera frekar mikið að gera hérna í Ameríkunni, fór með fjölskyldunni í matarboð í NYC í síðustu viku. Matarboðið var heima hjá pabba Adams og stjúpmömmu hans, þau búa á þvílíkt flottum stað á Manhattan rétt hjá Central Park og uppá 21 hæð. Ég fór aðeins í göngutúr, tók nokkrar myndir og mér var sko ekki kalt þar sem að ég var að nota nýju úlpuna mína í fyrsta skipti. 

img_0002_1047269.jpg

 

img_0010_1047270.jpg

 



 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_0018.jpg

 

img_0032.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_0039.jpg

 

img_0046.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á laugardaginn fórum við svo og keyptum jólatré, ég og strákarnir skreyttum það saman og það er risa stórt. 

img_0043.jpg 

 


Á sunnudaginn komu, Spánn, Þýskaland og Svíþjóð í klippingar og litanir. Það gekk mjög vel og ég græddi smá auka pening :D

img_0026.jpg 

 

Fór og verslaði aðeins í gær, fann kjól fyrir gamlárskvöld í New York City. Er orðin mjög spennt fyrir því, 22 dagar í að ég verði með Huldu og stelpunum í Central Park. 


Annars eru strákarnir báðir búnir að fá ælupest síðustu 2 daga, vona að ég hafi sloppið. Nenni alls ekki að verða veik. 


Fékk fréttir frá mömmu í dag að þau eru búin að kaupa flugmiða til Boston 19 apríl og frá New York 28. apríl. Þau ætla að vera aðeins í Boston, aðeins í Glastonbury og aðeins í NYC. 


Ásrún


Bloggfærslur 9. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband