1 bloggið

Jæja alveg komin tími á eitt blogg. Ég er búin að vera í Glastonbury í 6 daga, ég kann mjög vel við mig hér og fólkið sem ég er hjá er mjög almennilegt. Ég byrjaði ferðina í New Jersey á námskeiði þar með 81 öðrum stelpum og við vorum frá 26 löndum. Námskeiðið var frá þriðjudegi til fimmtudags og mér fannst það pínu tilgangslaust þetta var allt common sense en gott samt að rifja skyndihjálpina upp. Ég fór á þriðjudeginum með flest öllum stelpum í guided tour um Manhattan sem var mjög fínt, gæi sem vissi allt. Hann sagði okkur hvar Jay-Z og Beyonce búa þannig að ég veit hvaða hús ég ætla að sitja um :D Á miðvikudeginum vann hópurinn minn, bleiki hópurinn (að sjálfsögðu, ég valdi hann ekki einu sinni) ferð inní borgina. Við fórum með shuttle sem skutlaði okkur rétt hjá Times Square og sótti okkur aftur þangað 4 tímum seinna. Við vorum 21 stelpur en ég var með 3 öðrum stelpum á röltinu um Times Square, einni frá Danmörku, einni frá Frakklandi og einni frá Makedoníu. Á fimmtudeginum sótti Adam mig til New Jersey og við keyrðum í 2 tíma hingað. Fyrstu dagana var ég bara að slappa af og venjast nýju heimili og þeim og leyfa strákunum að venjast mér. Á laugardaginn fórum við að tína epli, það er mjög mikið af eplarækt hér og næstu helgi er Apple harvest festival. Ég veit ekki alveg hvernig hátíð það er en það gæti verið að ég fari á sunnudeginum. Á laugardaginn er ég að fara á football game (amerískan fótboltaleik) í Yale University, ég fæ far með spænskri stelpu sem býr á mínu svæði og við verðum 4 í bílnum og ég hef ekki hitt neina af þeim. Það tekur ca 1 - 1/2 klukkutíma að keyra þangað og við verðum í einhvern tíma þar, getum farið í skoðunarferð um campusinn og ég hlakka frekar mikið til að fara bæði til að sjá skólann og hitta fólk. Ég fór í gær á starbucks kaffihús á hitting hjá öðrum au pairum en ég þurfti að keyra í 45 mín, akstur sem átti reyndar að vera 30 mín en það voru vegaframkvæmdir sem töfðu mig. En ég var að keyra í fyrsta skipti í þessu kolniðamyrkri sem er hérna á kvöldin og það eru mjög fáar götur lýstar upp þannig að eina sem þú sérð er framfyrir þig ef þú ert með ljósin kveikt á bílnum, ef ég leit til hliðar sá ég bara spegilmyndina af mér. Ég var líka að keyra í fyrsta skipti á highway og það gekk bara mjög vel en ég var óvart á vitlausri akrein á leiðinni heim og ég þurfti að taka smá hring í Hartford( höfuðborg Connecticut) en þá bjargaði gps tækið mér gjörsamlega ef ég hefði ekki haft það væri ég sennilega ennþá að koma mér út úr Hartford. Ég hitti Lilju, hina íslensku stelpuna í gær gott að vita af henni nálægt. En fyrsti langi vinnudagurinn var í dag og hann gekk mjög vel, ég vaknaði klukkan hálf 7 og vann frá 7- 8:45 þá var ég að aðstoða með morgunmatinn og útbúa mat fyrir leikskólann. Síðan tók ég á móti Benjamin (eldri stráknum) hann kemur með skólarútunni heim klukkan 11:30 og hann fékk smá snack. Síðan skutlaði ég honum í after school activity, science class í skólanum hans Joshua(yngri strákurinn) hann byrjaði klukkan 12 og ég beið þar eftir Joshua hann var búin klukkan 12:30. Við fórum heim og hann lagði sig í rúman klukkutíma og á meðan var ég í þvottahúsinu og að ganga frá í eldhúsinu. Váá hvað ég væri til í að taka þvottavélina með mér heim eftir árið, þær eru huge en mín þvottavél sem er niðri hjá mér er biluð þannig að ég er búin að hlaupa upp og niður í dag úr kjallaranum og uppá aðra hæð. Sem var ekki þægilegt útaf því að ég er búin að vera með killer harðsperrur eftir líkamsrækt gærdagsins. Ég þarf ekki að fara út úr húsinu til að fara í ræktina vegna þess að það er mini líkamsrækt í kjallaranum, með hlaupabretti og fleiri tækjum. Það er líka sjónvarp niðri sem er tengt við græjur þannig að ég get botnað útvarpið eða einhvern góðan þátt á meðan ég hleyp. En ég stefni á hlaup aftur á morgun. Vinnuplan morgundagsins er frá 8-11 og 6-7 þannig að ég er laus frá 11-6, ætla að nýta tímann í að læra umferðarreglurnar hérna.

Jæja þetta er komið gott í bili, ætla að reyna að blogga aftur á sunnudaginn ;)

Ásrún


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bloggið. Frábært að allt gengur vel.

Kkv

Hugrún

Hugrún (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 11:35

2 identicon

geggjað ég vil fá fleiri blogg :D farðu svo að tana

Sunneva (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:55

3 identicon

snidlar blogg sæta:D og snild með ræktina!

Jóhanna Stefnisdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 22:37

4 identicon

Það var loksins að þú lamdir á lyklaborðið. Gaman að lesa þetta.

Himmi sinn (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband