Toronto

Erfiðasti dagurinn hingað til. Úff, eru leikskólar í bandaríkjunum í gríninu eða? Við þurfum að útbúa snack, sem er bara lítil milli máltíð og hádegismat en það er enginn sem fylgist með börnunum borða. Þau geta þess vegna sleppt því að borða eða eins og strákarnir gerðu í dag, slepptu kjúklingnum og borðuðu bara það sem þeim langaði að borða sem var epli og pretzels (veit ekki íslenska orðið). Síðan komu þeir heim og voru massívt pirraðir og allt var ómögulegt útaf því að þeir voru svo svangir og þeir eru 3 og 5 ára og fatta ekki að allt sé ómögulegt útaf því að þeir eru svangir. En ég náði að koma þeim út úr húsinu og fórum í garð sem er rétt hjá og þar gátu þeir hlupið um, saddir eftir að ég gaf þeim að borða.

Annars voða lítið að frétta, þurfti bara aðeins að deila upplýsingum um þessa heimsku leikskóla.

Er að fara til Toronto á morgun, er spennt og ekki spennt. Þurfum að keyra í 9 tíma, ég þarf að keyra einhverja parta sem ég held að verði fínt mér finnst tíminn alltaf líða hraðar ef ég er að keyra. Fæ að keyra á vegi þar sem hámarkshraðinn er 120 sem er fínt út af því að ég fylgi umferðareglum og keyri alltaf á löglegum hraða og er orðin gellan sem ég þoldi ekki á Íslandi hehe. En ef löggan stoppar mig þá þarf ég að borga sektina (og ég tími því ekki ) og tryggingarnar hækka sem að þau borga og eru dýrar fyrir. En þegar ég er ekki að keyra ætla ég að nota tímann til að prjóna :D

En í Toronto er ég að vinna á föstudagskvöldið frá 7 og á sunnudaginn frá 3- ??Þess á milli verð ég ábyggilega bara með þeim, þau eru búin að finna einhverja staði til að skoða aðalega sem er spennandi fyrir aldurinn 3-5 ára, en eitthvað annað líka. Ætlum í einhvern turn sem heitir CN tower, hann á að vera eitthvað hár. En ég hef farið í Burj Khalifa hæsta hús í heimi. Cn tower er 550 metrar og Burj Khalifa 830 metrar. En það er eina sem ég veit að ég er að fara að gera annað kemur bara í ljós.

cntower_night_2007_email_version.jpg 

CN Tower 

presskit_photo_cn_03_thumb.jpg 

gólfið á útsýnishæðinni ( Hulda gætiru farið þangað?)

 Jæja ætla að fara að pakka og skríða svo uppí rúm eftir langan dag. Blogga næst eftir helgi ;)

 Ásrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að frétta?!!??..glergólf???!!?!?..hverjum dettur svona lagað í hug??. NEI ég gæti þetta SKO ekki..en við erum náttúrulega orðnar svo vanar svo maður veit ekki :/

Hulda (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:22

2 identicon

Úff þetta er allt svo frábært hjá þér! er alltaf að hugsa til þín! :) Skemmtilegt að lesa bloggið og fylgjast með þér, þetta er allt svo spennandi, líka fyrir okkur heima :)

Gerður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband