Komin aftur "heim"

Ótrúlega gott að vera komin aftur “heim” til Glastonbury eftir góða ferð til Toronto frá fimmtudegi til mánudags. Við lögðum af stað hálf 3 á fimmtudaginn og vorum komin til Toronto eitthvað um 1 um nóttina (sofnaði síðasta spottan og er ekki alveg með það á hreinu klukkan hvað ég staulaðist úr bílnum og á vinsængina). Á föstudeginum fóru þau út um 9 leitið og þá var ég með hausverk þannig að ég kaus að sofa aðeins lengur. Ég fór svo og hitti þau í The CN Tower (Canada’s National Tower) í hádegismat, þá voru þau búin að fara uppá topp þannig að eftir hádegismat skellti ég mér bara ein upp.

Ég vissi að Toronto væri stór borg en svona stór átti ég ekki von á. Það var frekar magnað að sjá hana úr turninum og horfa niður á hana í gegnum glergólf, frekar erfitt að taka skrefið útá glergólfið en að standa á því var ekkert mál en skrítið samt.

img_0031.jpg 

Síðan rölti ég tilbaka í íbúðina, þar sem þau voru öll að leggja sig en þar sem að ég svaf lengur lagðist ég bara í sófann með tölvuna og horfði á bíómynd. Á föstudagskvöldið var ég að passa frá 7. Á laugardeginum fór ég með þeim í vísindasafn sem var ágætt, skoðuðum aðallega spennandi hluti fyrir aldurinn 3-5 ára. En fórum líka og sáum bíómynd um flugvélar í imax bíói sem var mjög flott. Salurinn er risa kúla og skjárinn er allt loftið þannig að við þurftum eiginlega að liggja. Myndin var aðallega um Boing dreamliner, sem var bara ágæt.

Eftir hádegi rölti ég með tölvuna á næsta Starbucks og þar var frítt internet og ég sat þar í 2 tíma held ég. Þau fóru öll í matarboð á laugardagskvöldið þannig að ég keypti mér pizzu og og ís og hafði það bara kósý. Á sunnudeginum beilaði ég á öðru safni og fór bara aftur á Starbucks, var svo að passa frá 3 - 12. Ég krullaði hárið á Carolyn og ég held að hún sé nokkuð sátt með að hafa au pair sem er hárgreiðslukona. Síðan fór ég með strákana á veitingastað og guð hvað ég vona að ég verði aldrei einstæð móðir með litla krakka. Við sátum þarna og vorum að borða þá þurfti annar strákurinn að pissa þannig að ég þurfti að taka veskið mitt og báða strákana á hinn endann á veitingastaðinn ( gleymdi símanum mínum á borðinu en hann var sem betur fer ennþá þar þegar ég kom til baka). Síðan þegar við vorum alveg að verða búin að borða þurfti hinn strákurinn að pissa. Eftir á hugsaði ég afhverju pantaði ég ekki bara mat í íbúðina.

Á mánudaginn vaknaði ég klukkan 7 og við lögðum af stað klukkan hálf 9. Ég sofnaði strax í bílnum og var vakin klukkan 10 þegar við vorum komin að Niagara Falls. Stoppuðum þar í 2 tíma. Skoðuðum fossana og fengum okkur að borða. Fossarnir voru ótrúlega flottir, misstum af Maid of the mist sem er ferja sem tekur fólk í útsýnistúra um Niagara Falls og fólk verður víst rennandi blautt. En síðasti dagurinn hennar fyrir veturinn var á sunnudaginn. En við fórum samt frekar nálægt fossunum og ég var sátt með það.

img_0009_2.jpg 

Klukkan 10 mínútur í 9 um kvöldið keyrðum við inní bílskúrinn og það var svo gott að koma hingað og ég gat sofið í rúminu mínu aftur ( svaf á vindsæng í stofunni í Toronto) og sofa aftur í lokuðu herbergi þvílíkt gott. En er búin að vera að vinna frekar mikið eftir að við komum heim því að Adam fór til Dallas í gærmorgun og kemur heim í nótt. En þegar ég kom heim þá beið mín skilaboð frá stelpunum á svæðinu og þær voru að skipuleggja helgarferð til New York City 31 des- 2 jan og ég talaði við Adam og Carolyn og ég verð í fríi þá þannig að ég verð í New York City á gamlárs er frekar sátt með það.

Á meðan ég var í Toronto þá keyptu stelpurnar miða fyrir mig á Usher tónleika 18.des en það er ekki alveg komið á hreint hvort að ég þurfi að vinna það kvöld. Vona svo innilega ekki því þá verð ég 66 dollurum fátækari og missi af Usher.

En það er Halloween um helgina og eru allir að fara í Halloween partý á laugardaginn og þar á með Adam og Carolyn sem þýðir að ég er ekki að fara í neitt partý (frekar fúl yfir því en ég lifi það af). Frekar leiðinlegt að alla stelpurnar eru búnar að finna búninga til að fara í en ég ætla ekki einu sinni að kaupa neinn búning. Hugsa samt að ég fari með strákunum á sunnudaginn að sníkja nammi ( trick or treat).

En í dag sá ég dádýr í fyrsta skipti( held ég) allavega fyrsta skiptið hér, en þau eru útum allt og þar á meðal í skólginum bakvið húsið mitt. En það eru skilti útum allt á vegunum að passa sig á þeim þau geta allt í einu hoppað útá veginn. Það sem ég sá í dag var einmitt að skjótast yfir götuna sem ég var að beygja inná. En þá er ég búin að sjá dádýr, íkorna, chipmonks og froska :D

 

img_0012.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja ætla að koma mér uppúr sófanum og á hlaupabrettið, er búin að setja mér markmið að fara á það á hverjum degi. Fór í gærkvöldi eftir langan vinnudag og hljóp í 20 mín fór svo í sturtu og skreið svo uppí hreint rúm og það var ótrúlega gott og ætla að gera það aftur núna.

 

Ásrún

ps. það er allt of heitt hjá mér, í gær var 26 stiga hiti. 23 gráður í dag og verður svipað á morgun en á föstudag á hitinn að detta niður í 14 gráður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

=D, geðveikt að þið verðið í NY um áramótin! Leigið þið einhverja íbúð, hótel, hvernig gistið þið?

Frábært að þú ert dugleg að hlaupa duglega! Þetta á eftir að líða rosa hratt. Hlakka til að sjá allt halloween stússið, svo verður þú um halloween eftir ár líka ;) jibbíjei

Góða skemmtun :D

Elna (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 12:30

2 identicon

Halló langar að heyra mér frá þér.

Bettty (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband