4 vikur :D

Það er búið að vera frekar rólegt hjá mér uppá síðkastið, er aðallega bara búin að vera að vinna, versla og hlaupa.

Talandi um að hlaupa þá fannst mér vera komið gott af því að hlaupa í Ecco sandölunum mínum. Þannig að ég fór í dag í Design Shoe Warehouse og keypti mér hlaupaskó. Hlakka til að prófa þá á morgun.

img_0008.jpg 

Ég keypti Adidas skó og borgaði 4.600 kr fyrir þá.

 

Fór líka í Target og keypti mér hárlit :S Komnar 5 vikur síðan að Jóhanna litaði mig en hárið á mér er búið að vaxa mjög hægt þannig að ég er ekki alveg að deyja útaf rótinni en það fer að koma að því.

 

img_0006.jpg 

Hélt að ég myndi aldrei setja pakkalit í hárið mitt, en ég vil frekar gera það heldur en að fara í litun hér og verða gjaldþrota við að fara til gellu sem er varla lærð.Lilja fór í klippingu hér og borgaði 140 dollara (tæpan 16000 kall) fyrir lit í rót og lét særa hárið og hún fékk afslátt. Svo er fólk á Íslandi að kvarta yfir verðinu.

Síðustu helgi var Halloween og það er ekki auðvelt að reyna að minnka nammiát þessa vikuna, það komu ekki svo margir að sníkja nammi þannig að það er frekar mikill afgangur :S En ég er að standa mig í ræktinni í kjallaranum :D

Ég var að passa á laugardagskvöldinu þegar allir fóru á Halloween djammið, ég var frekar fúl þegar þau komu heim eftir 2 tíma og sögðu að partýið hefði verið leiðinlegt. Stelpurnar skelltu sér í búninga og fóru á djammið í New Haven sem er bærinn sem Yale er í. Á sunnudeginum fór ég með strákunum að sníkja nammi, trick or treat. Benjamin var riddari (knight) og Joshua var lestarstjóri og hann sagði að hann væri train conductor og pilot (flugmaður) en hann var í lestarstjóra búning.

img_0004.jpg

 

img_0006_1040080.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fór í bíó í síðustu viku á myndina Life as we know it. Fannst hún rosa góð og ég held að hún komi í bíó á Íslandi í febrúar þannig að þið þurfið að bíða frekar lengi. Er að fara í bíó aftur á morgun með öllum stelpunum en við fórum bara 2 í síðustu viku. Við ætlum að fara á Due date á morgu .

Ég ætla ekki að gera sömu mistök á morgun og ég gerði í síðustu viku, lét gelluna í sjoppunni í bíóinu plata mig í að kaupa tilboð með stóru gosi og poppi. Ég drakk gosið og pældi ekkert í því að það er ekkert hlé þannig að ég átti erfitt með að standa upp ég þurfti svo mikið að pissa þegar myndin var búin. Ég ætla ekki að kaupa neitt að drekka á morgun.

img_0004_1040081.jpg 

Ég var hrikalega ánægð með mig í dag því að ég komst í mollið án þess að nota gps tækið, þurfti samt aðeins að nota það á leiðinni heim útaf því að ég hef aldrei keyrt þessa leið áður heim og ég þurfti að vita hvaða exit ég átti að taka af einum highway yfir á annan.

Er að passa núna á fimmtudagskvöldi, var að klára pizzu og var að naglalakka mig yfir Greys Anatomy þetta er ekkert sérstakur þáttur en eftir honum er Private practice og auglýsingin leit vel út. Annars er ég hrikalega ánægð með að kosningarnar séu búnar hér án djóks er komin með nóg af kosninga auglýsingum og lyfja auglýsingum og því miður eru þær ekki að fara að hætta. Önnur hver auglýsing er fyrir eitthvað lyf og þeir lesa upp allt sem lyfið gerir og allar aukaverkanir svo kemur í endann spurðu lækninn þinn um þetta lyf.

3 vikur í Thanksgiving og þá er ég lítið að vinna útaf því að fjölskylda Carolyn er að koma. Systir hennar með manninn sinn og börn og mamma hennar. Ég verð í fríi daginn eftir Thanksgiving sem er Black Friday þá byrja útsölurnar og fólk stendur í röðum hálfa nóttina fyrir utan búðirnar. Þannig að ég ætla að byrja að spara til að kaupa mér eitthvað þá, er ekki búin að ákveða að ég ætla að kaupa en er með margt í huganum, mig langar í úlpu, snjóbuxur, gönguskó, skó, ipod og myndavél.

 Ásrún

ps. var að fatta að ég er búin að vera hér akkúrat í 4 vikur í dag, ekkert smá sem tíminn er búin að líða hratt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband