29.11.2010 | 05:09
28. nóvember
Fór í Ikea í dag, og keypti í aðventukrans sem ég bjó til.
Ameríka er að detta í jólagírinn þar sem að Thanksgiving er búið, fólk er farið að skreyta húsin sín og ég er farin að heyra jólalög. Ég er að fara með fjölskyldunni næsta laugardag að kaupa jólatré, frekar fyndið að fá fyrsta alvöru jólatréð hjá fólki sem eru gyðingar og halda ekki jól hehe.
En þar sem að ég kveikti ekki á aðventukransinum mínum fyrr en eftir að strákarnir voru farnir að sofa þá náði ég ekki að segja þeim frá því. En næsta sunnudag ætla ég að taka hann upp og segja þeim frá þessari íslensku hefð og kveikja á kerti nr. 2 með þeim.
Í næstu viku byrjar Hanukkah, jólahátið gyðinga. Hún er í 8 daga og það er mismunandi hvenær hún er frá ári til árs. Núna byrjar hún á miðvikudaginn og á fimmtudaginn ætlar fjölskyldan til NYC í matarboð hjá pabba Adams, ég má fara með í matinn eða fara með þeim og nýta tímann í að skoða borgina eða bara vera heima.Er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég geri en tel ólíklegt að ég verði heima.
Strákarnir fá gjafir á hverjum degi í 8 daga frá foreldrum sínum, en ég ákvað að kaupa jólagjafir fyrir þá til að sýna þeim hvernig jólin eru hjá mér.
Annars var Thanksgiving vikunni að ljúka, frekar skrítin vika vinnulega séð. Fjölskylda Carolyn var í heimsókn og vorum við 10 í húsinu og mér fannst frekar gott þegar það fækkaði aftur og fá ró aftur í húsið.
Ég fór með öllum út að borða á japanskan stað hér í Glastonbury á miðvikudaginn, maturinn var mjög góður. Ég fékk steik og kjúkling og kokkurinn eldaði þetta beint fyrir framan okkur. Sama dag var skrifað undir einhvern svaka samning í vinnunni hjá Adam þannig að við skáluðum í kampavíni á veitingastaðnum.


Á fimmtudaginn, Thanksgiving daginn var ég að vinna um morguninn. Við horfðum á Macys Thanksgiving Parade sem var í 3 tíma en við horfðum bara á helminginn og fórum svo út að leika. Eftir hádegi ákvað ég að leggja mig aðeins þar sem að ég vissi að ég myndi ekki sofa lengi um nóttina. Klukkan 6 byrjuðum við að borða kalkún, sætar kartöflur, fyllingu, sósu og skrítið grænmeti. Við fullorðna fólkið borðuðum svo eplaköku, graskersköku og ís við arininn þegar krakkarnir vorum sofnaðir.
Nokkrum klukktímum seinna eða klukkan rúmlega 4 vaknaði ég og klæddi mig og var kominn í mollið klukkan 5 :D Eyddi 350-400 dollurum (tæplega 40.000) en tæpir 200 dollarar fóru í nýju North Face úlpuna mína Grænland sem ég fæ reyndar ekki fyrr en á miðvikudaginn því þá byrjar útsalan sem ég keypti úlpuna á. Það var hægt að gera mjög góð kaup, flestar búðirnar voru með góða afslætti aðrar sem fólk verslar hvort eð er við eins og Abercrombie and Fitch, Victorias Secret og Apple voru ekki með afslætti eða mjög lélega afslætti. En td. fór ég í Disney búðina og þar var búið að lækka verðið á fullt af vörum og til 10 var hægt að fá 20% afslátt af lækkaða verðinu, ég keypti náttföt sem vanalega kosta 16.50 en voru lækkaðir niður í 10 dollara og ég fékk 20% afslátt og borgaði 8 dollara. Algjör snilld, náði að kaupa nokkrar jólagjafir til að senda til Íslands og að sjálfsögðu nokkra hluti fyrir mig haha.
Í gær laugardag var ég að vinna í 8 tíma og mér leið í allan gærdag eins og það væri mánudagur, eftir að ég var búin að vinna skreið ég uppí rúm með ís og stytti buxurnar sem ég keypti mér á föstudaginn yfir Home Alone 2. Mjög fjörugt laugardagskvöld hjá mér. Ég ákvað að taka tímann á meðan ég var að horfa á Home Alone, myndin var sýnd í 9 mínútur og svo komu auglýsingar í 5 mínútur myndin í 9 mínútur og auglýsingar í 5 mínútur, svona var þetta alla myndina ég veit ekki einu sinni hvernig ég hafði þolinmæði í að klára myndina.
Í dag fórum við stelpurnar til New Haven(borgin sem Yale er í ) ca. 45 mínútur frá Glastonbury og við skelltum okkur í Ikea. Skemmtum okkur frekar vel og eyddum nokkrum dollurum líka og fengum okkur svo hádegismat þar. Eftir Ikea nenntum við ekki heim strax en vissum ekki hvað við vildum gera, stelpurnar voru að tala um að fara í moll í New Haven en enginn ætlaði að kaupa neitt þannig að ég stakk uppá að við færum á ströndina. Sem við gerðum og eftir dágóðan tíma í að finna strönd sem var ekki bakgarðurinn hjá fólki fundum við flotta strönd og náðum að vera þar aðeins áður en sólin settist. Því að hún sest frekar snemma, það er komið myrkur klukkan 5.
Annars er það komið á hreint að ég er að fara á Usher tónleikana sem ég keypti miða á :D Tónleikarnir eru eftir 20 daga og svo er það New York City 31. des eftir 33 daga og hitti Huldu þá :D Get ekki beðið eftir hvoru tveggja. Við ætlum að vera í Central Park á miðnætti og fara svo á skemmtistað eftir það, er búin að kaupa miða á skemmtistað sem að ég held að sé á Times Square. Borgaði 40 dollara fyrir miðan og það eru fríir drykkir til 4.
Hvíta edikið virkaði ekki svo vel, held að lærin á mér hafi verið aðeins minna blá en þau voru samt blá. Ef þú ert með einhverja lausn endilega láttu mig vita!!!!
Ásrún
Athugasemdir
Sæta, ég fer inná síðuna þína daglega :) svo gaman að fylgjast með þér! :D
Gerður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:45
Hæ sæta mín :)
flottur aðventukrans, er með alveg eins nema rauð kerti ;)
Gaman að lesa bloggin frá þér, þurfum að taka svo skype date fljótlega :)
Kristín Linnet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 21:07
Takk fyrir Gerður gaman að heyra ;)
Takk Kristín já ég þarf líka að fylgjast með þessari bumbu stækka ;)
Ásrún Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.