9. desember

Búið að vera frekar mikið að gera hérna í Ameríkunni, fór með fjölskyldunni í matarboð í NYC í síðustu viku. Matarboðið var heima hjá pabba Adams og stjúpmömmu hans, þau búa á þvílíkt flottum stað á Manhattan rétt hjá Central Park og uppá 21 hæð. Ég fór aðeins í göngutúr, tók nokkrar myndir og mér var sko ekki kalt þar sem að ég var að nota nýju úlpuna mína í fyrsta skipti. 

img_0002_1047269.jpg

 

img_0010_1047270.jpg

 



 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_0018.jpg

 

img_0032.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_0039.jpg

 

img_0046.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á laugardaginn fórum við svo og keyptum jólatré, ég og strákarnir skreyttum það saman og það er risa stórt. 

img_0043.jpg 

 


Á sunnudaginn komu, Spánn, Þýskaland og Svíþjóð í klippingar og litanir. Það gekk mjög vel og ég græddi smá auka pening :D

img_0026.jpg 

 

Fór og verslaði aðeins í gær, fann kjól fyrir gamlárskvöld í New York City. Er orðin mjög spennt fyrir því, 22 dagar í að ég verði með Huldu og stelpunum í Central Park. 


Annars eru strákarnir báðir búnir að fá ælupest síðustu 2 daga, vona að ég hafi sloppið. Nenni alls ekki að verða veik. 


Fékk fréttir frá mömmu í dag að þau eru búin að kaupa flugmiða til Boston 19 apríl og frá New York 28. apríl. Þau ætla að vera aðeins í Boston, aðeins í Glastonbury og aðeins í NYC. 


Ásrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld að fá heimsóknir! Hlakka til að sjá kjólinn, ég er ekkert smá abbó út í þig vinan. Þyrfti að fara út líka til að fara í klippingu ;) en ætli ég finni ekki eitthvað hérna heima. Það yrði pínu ódýrara ;D

Well skemmtu þér áfram babe

elna (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:21

2 identicon

Ég trúi ekki að það séu bara 22 dagar..það er sjúklega stutt!!!..

Hulda (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 23:45

3 identicon

váá hefði ekkert á móti því að lifa þessu lífi!! geta bara skroppið til NY og svonna :D

Bryndís Þóra (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:18

4 identicon

Já hlakka mjög mikið til að fá þau öll í heimsókn, en ætlaði að setja inn mynd af kjólnum en hann sést svo illa en ég hendi kannski inn mynd af honum á facebook. Annars ertu velkomin í klippingu er með þessa fínu aðstöðu í baðherberginu mínu hehe en þú ættir að geta fengið ódýrari klippingu á Íslandi. Láttu mig vita ef þig vantar einhvern til að klippa þig þekki nokkrar fínar hehe.

Fáránlega stutt!!!

Já þetta er mjög nice að geta skroppið til NYC, get skroppið líka til Boston en hef ekki ennþá gert það, reyni að bæta úr því sem fyrst :D

Ásrún Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband