18. febrúar

Váá er búin að vera þvílíkt löt og þar af leiðandi ekki mikið spennandi til að blogga um. Hef reyndar ekki bloggað um New York um gamlárs.

 Ég fór um morguninn með rútu frá Hartford og var komin inná Manhattan um hádegið, fór þá og hitti Huldu og við löbbuðum þvílíkt mikið, frá downtown alla leið upp að Central Park og rúmlega það. Vorum svo í Central Park á miðnætti sem var mjög fínt sérstaklega þar sem að það voru flugeldar þar, held að áramótin hefðu verið ekki eins góð ef að það hefðu ekki verið neinir flugeldar Restin af helginni fór bara í að skoða borgina og ég held að ég hafi aldrei á ævi minni labbað svona mikið og var með beinhimnubólgu eftir allt labbið.

img_0218.jpg 

 

En í janúar og það sem liðið er af febrúar er ég ekki búin að gera neitt merkilegt það er búið að vera þvílíkt mikið af snow days, óþarfa snow days. En er að vona að öllum snow days sé lokið og snjórinn er sem betur fer farinn að bráðna mér finnst vera alveg komið nóg af honum.

En á morgun laugardag er ég að fara að sækja Birtu Maríu útá fluvöll, ótrúlegt hvað tíminn líður það er svo sutt síðan að það voru rúmlega 100 dagar í að hún kæmi og það er bara komið að viku fríinu mínu. Ég þarf að keyra í 2 tíma til Boston og hún lendir klukkan 6. Á sunnudaginn erum við að fara í snow tubing með au pair samtökunum, fimmtudaginn í næstu viku förum við svo til New York og verðum þar í 2 daga. Ætlum að gera margt á 2 dögum og skoða allt það helsta, fara í Gossip Girl tour og skauta í Central Park, við verðum á hóteli á 5th avenue 2 blocks frá Empire State.

Helgina eftir að Birta fer heim er ég að fara í skóla á Long Island og tek áfanga sem heitir History of American Music, vona að það verði skemmtilegt en er allavega sátt með hann enn sem komið er þar sem að vinkonur mínar sem eru að fara í 2 aðra áfanga fengu verkefni sem þær þurfa að gera áður en við förum en ég þarf bara að mæta með blað og penna.

En er orðin frekar þreytt eftir 10 tíma vinnudag þannig að ég er farin að sofa og lofa að blogga fljótlega eftir að Birta fer heim

 

Ásrún  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Vá mig langar til New York á að lesa þetta!

Ég og Grétar vorum í haust á Lotus hotel, sem er einmitt 2 blocks frá Empire State á 5th avenue, mega næs staðsetning! :D

Gott að snjórinn er að fara :) Njóttu þín sæta :*

Kv. Gerður

Gerður (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 09:04

2 identicon

Hafðu það gott með Birtu..skemmtið ykkur vel ;)

kv.Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband